FASTEIGN Á HJÓLUM
FULLBÚIN STÖÐUHÝSI
Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval húsa í stærðum frá 15m² til 56m². Hvert hús er byggt á sterkum stál- og viðarramma sem tryggir góða endingu og stöðuleika. Húsin eru framleidd í Póllandi í samræmi við stað og reglugerðir Evrópusambandsins og er Stöðyhýsi.is / Gluggar og Garðhús ehf. umboðsaðili þeirra á Íslandi.
Þetta er hagkvæmur og þægilegur kostur. Öll húsin koma á hjólum osem gerir uppsetningu einfalda og ódýra, þar sem hægt er að stilla þeim af á staðnum án umfangsmikilla framkvæmda. Við bjóðum uppá sérsniðnar lausnir þar sem viðskiptavinir geta haft áhrif á skipulag og efnisval. Húsin nýtast vel sem frístundarhús, starfsmannabúðir, útleigueiningar eða skrifstofur. Það þarf bara að tengja og flytja inn!
LEYFISMÁL OG UPPSETNING
Hvaða leyfi þarf? Þótt húsin séu á hjólum og færanleg, gilda lög um mannvirki þegar þau eru tengd lögnum og nýtt til dvalar.
Stöðuleyfi eða byggingarleyfi: Að jafnaði þarf að sækja um leyfi hjá byggingarfulltrúa í viðkomandi sveitarfélagi áður en húsið er sett niður.
Tengingar: Ef tengt er við rotþró, vatn eða rafmagn þarf að tryggja að frágangaur sé í samræmi við reglur og samþykktir af viðeigandi aðilum. (t.d. Heilbrigðiseftirliti).
Við hvetjum alla viðskiptavini til að kynna sér reglurnar á sinni lóð. Ferlið er oft einfaldara en við hefðbundar byggingar, en góður undirbúningur tryggir öryggi og endingu eignarinnar.

STÖÐUHÝSI
Stöðuhýsin okkar eru frábær kostur sem sumarhús, gestahús eða heilsárs vistaverur. Eftir að viðskiptavinur fær húsið afhent tekur stuttan tíma að koma því fyrir og tengja, svo hægt er að byrja að njóta strax.

EININGASTÖÐUHÝSI
Frábært kostur fyrir þá sem vilja meira pláss. Hægt er að raða saman einingum til að skapa stærra og skemmtilegra rými. Húsin eru klæðskerasniðin að þörfum viðskiptavina, hvort sem litið er til efnisvals eða tækjabúnaðar. Þitt er valið! Hér er hægt að búa til glæsilegn sumarbústað með lítilli fyrirhöfn.
SALERNISHÚS
Snyrtileg og praktísk lausn. Salernishúsin eru fullkoin fyrir tjaldstæði, fjölfarna ferðamannastaði, vinnubúðir og fleira. Við bjóðum uppá selrnis- og sturtuaðstöðu sem er sniðin að þínu verkefni og þínum þörfum.
